60 ára Sveinbjörn er Akureyringur, ólst upp á Brekkunni en býr í Naustahverfi. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun, er viðskiptafræðingur, bráðatæknir og með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum. Sveinbjörn er sjálfstætt starfandi við sjúkraflutninga, sjúkraflug, kennslu og heilbrigðismál

60 ára Sveinbjörn er Akureyringur, ólst upp á Brekkunni en býr í Naustahverfi. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun, er viðskiptafræðingur, bráðatæknir og með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum. Sveinbjörn er sjálfstætt starfandi við sjúkraflutninga, sjúkraflug, kennslu og heilbrigðismál. Hann er m.a. að vinna rannsókn ásamt fleirum um að finna góðar og sanngjarnar staðsetningar fyrir þyrlur til sjúkraflutninga á Íslandi. Sú rannsókn fékk nýverið styrk frá Rannís. Sveinbjörn er í Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri og áhugamálið er vinnan.


Fjölskylda Systur Sveinbjarnar eru Kristín Dúadóttir, f. 1960, og Heiðrún Dúadóttir, f. 1964. Foreldrar Sveinbjarnar eru Dúi Eðvaldsson, f. 1931, d. 2021, iðnverkamaður, og María Magðalena Helgadóttir, f. 1938, fyrrverandi iðnverkakona, búsett á Akureyri.