Verkfæri Hálfsjálfvirk vopn verða m.a. til sýnis á byssusýningunni.
Verkfæri Hálfsjálfvirk vopn verða m.a. til sýnis á byssusýningunni. — Morgunblaðið/Jim Smart
Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin nk. helgi, dagana 18. og 19. mars. Sýningin fer fram í húsnæði safnsins að Eyrarbraut 49 milli kl. 11 og 18. Að þessu sinni er byssusýningin í samvinnu við Veiðihornið og Skotgrund, skotfélag Snæfellsness

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin nk. helgi, dagana 18. og 19. mars. Sýningin fer fram í húsnæði safnsins að Eyrarbraut 49 milli kl. 11 og 18. Að þessu sinni er byssusýningin í samvinnu við Veiðihornið og Skotgrund, skotfélag Snæfellsness.

Veiðihornsmenn munu sýna úrval sölumuna, s.s. skotvopn, búnað til skotveiða, sjónauka og aðra aukahluti. Kynntir verða rifflar frá framleiðendunum Remington, Howa og Benelli. Einnig verða þarna haglabyssur frá Fair, Remington, Stoeger, Benelli og Franchi. Sjónaukar koma frá Leoupold, Crimson Trace og Nikko Stirling, en hljóðdeyfar frá Stalon.

Til sýnis verður fjölbreytt úrval skotvopna og muna frá Skotgrund, Veiðisafninu og einkaaðilum. Verða þarna m.a. til sýnis herrifflar og skammbyssur. Allir sannir áhugamenn eru hvattir til að mæta.