Liðskipti Tvö einkafyrirtæki voru valin til að gera aðgerðirnar.
Liðskipti Tvö einkafyrirtæki voru valin til að gera aðgerðirnar. — Morgunblaðið/Ásdís
Sjúkratryggingar Íslands hafa valið tilboð frá heilbrigðisfyrirtækjunum Cosan slf. og Klínikinni slf. í liðskiptaaðgerðir hér á landi. Gera á 700 slíkar aðgerðir á þessu ári. Tilboð fyrirtækjanna voru metin hagstæðust en alls bárust fjögur tilboð, hin tvö frá Ledplastikcentrum og Stoðkerfi ehf

Sjúkratryggingar Íslands hafa valið tilboð frá heilbrigðisfyrirtækjunum Cosan slf. og Klínikinni slf. í liðskiptaaðgerðir hér á landi. Gera á 700 slíkar aðgerðir á þessu ári. Tilboð fyrirtækjanna voru metin hagstæðust en alls bárust fjögur tilboð, hin tvö frá Ledplastikcentrum og Stoðkerfi ehf.

Samkvæmt frétt á vef Sjúkratrygginga munu aðgerðirnar skiptast þannig að fyrirtækin hvort um sig taka að sér 100 aðgerðir á mjöðm, Cosan 300 aðgerðir á hné og Klíníkin 200 hnjáaðgerðir, en heimilt var að bjóða í hvorn flokk fyrir sig. Þann 9. mars tilkynntu Sjúkratryggingar bjóðendum um val tilboða í liðskiptaaðgerðir sem auglýstar voru 17. febrúar sl. Áætlun Sjúkratrygginga var upp á rúma 1,3 milljarða króna í mjaðmaaðgerðir og rúman 1,1 milljarð í liðskipti á hnjám.

Tilboði Klíníkurinnar var tekið í þann fjölda aðgerða sem fyrirtækið, sem átti lægst tilboð, bauð ekki í. Því reyndi ekki á skiptingu aðgerða samkvæmt skilmálum í auglýsingu um útboðið.