Meiðsli Emma Sóldís meiddist illa í leiknum við Keflavík á dögunum.
Meiðsli Emma Sóldís meiddist illa í leiknum við Keflavík á dögunum. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í leik með Haukum gegn Keflavík í úrvalsdeildinni í síðustu viku

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í leik með Haukum gegn Keflavík í úrvalsdeildinni í síðustu viku. Karfan.is greindi frá því að hún væri með slitið krossband í hné. Þetta er áfall fyrir Hauka og Emmu, ekki síst vegna þess að hún er á leið til Bandaríkjanna í haust til að spila með liði Liberty-háskóla. Hún missir af stórum hluta næsta tímabils.