Skiptir Símon Michael Guðjónsson vann 1. deildina með HK í vetur.
Skiptir Símon Michael Guðjónsson vann 1. deildina með HK í vetur. — Morgunblaðið/Eggert
Símon Michael Guðjónsson, leikmaður HK og 21-árs landsliðsins í handknattleik, hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH og gengur til liðs við félagið í sumar. Símon er einn markahæstu manna 1

Símon Michael Guðjónsson, leikmaður HK og 21-árs landsliðsins í handknattleik, hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH og gengur til liðs við félagið í sumar. Símon er einn markahæstu manna 1. deildarinnar í vetur með 93 mörk í 14 leikjum fyrir HK sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni. Símon er rétthentur hornamaður og leikur því í gagnstæðu horni við eldri bróður sinn, landsliðsmanninn Sigvalda Björn Guðjónsson.