Andrej Kúrkov
Andrej Kúrkov
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov, sem hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness árið 2022, er meðal þeirra sem á verk á langlista alþjóðlegu Booker-verðlaunanna í ár. Hann er tilnefndur fyrir verkið Jimi Hendrix Live in Lviv

Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov, sem hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness árið 2022, er meðal þeirra sem á verk á langlista alþjóðlegu Booker-verðlaunanna í ár. Hann er tilnefndur fyrir verkið Jimi Hendrix Live in Lviv. Þá er Norðmaðurinn Vigdís Hjorth, sem verður gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík í apríl, einnig tilnefnd fyrir verkið Er mor død.

Önnur verk á listanum eru Ninth Building eftir Zou Jingzhi, A System So Magnificent It Is Blinding eftir Amöndu Svensson, Still Born eftir Guadalupe Nettel, Pyre eftir Perumal Murugan, While We Were Dreaming eftir Clemens Meyer, The Birthday Party eftir Laurent Mauvignier, Standing Heavy eftir GauZ', Time Shelter eftir Georgi Gospodinov, The Gospel According to the New World eftir Maryse Condé og Whale eftir Cheon Myeong-kwan.

Fransk-marokkóska skáldið Leila Slimani er formaður dómnefndar og segir hún listann endurspegla fjölbreytni senunnar. Tilkynnt verður um stuttlista verðlaunanna þann 18. apríl og verðlaunin sjálf afhent 23. maí.