— AFP/Olson
Nokkur umræða hefur verið um það hvort sænska Eurovision-lagið Tattoo með Loreen sé stolið. Þykir laglínan afar lík þeirri sem er í laginu Flying Free með Pont Aeri sem og laglínunni í v plenu með hinni úkraínsku Mika…

Nokkur umræða hefur verið um það hvort sænska Eurovision-lagið Tattoo með Loreen sé stolið. Þykir laglínan afar lík þeirri sem er í laginu Flying Free með Pont Aeri sem og laglínunni í v plenu með hinni úkraínsku Mika Newton. Þá hefur laginu einnig verið líkt við Doin' it Right með Daft Punk og The Winner Takes it all með ABBA. Skiptar skoðanir eru þó á þessu og vilja sumir meina að laglínan sé það einföld að erfitt sé að komast hjá því að hún sé til staðar í eldri lögum. Tóndæmi má heyra á K100.is.