Formannskjör Elva Hrönn Hjartardóttir faðmaði stuðningsmann sinn eftir að hún laut í lægra haldi fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.
Formannskjör Elva Hrönn Hjartardóttir faðmaði stuðningsmann sinn eftir að hún laut í lægra haldi fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. — Morgunblaðið/Eggert
Ragnar Þór Ingólfsson mun áfram gegna formannsembætti VR á komandi kjörtímabili, 2023 til 2025. Hann hlaut 6.842 atkvæði eða 57,03 prósent. Tveir voru í framboði til formanns en Elva Hrönn Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur á…

Ragnar Þór Ingólfsson mun áfram gegna formannsembætti VR á komandi kjörtímabili, 2023 til 2025. Hann hlaut 6.842 atkvæði eða 57,03 prósent.

Tveir voru í framboði til formanns en Elva Hrönn Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur á þróunarsviði VR, laut í lægra haldi fyrir Ragnari með 4.732 atkvæði eða um 39,44 prósent.

Atkvæði greiddu 11.996 en á kjörskrá voru alls 39.206 félagar. Kosningaþátttaka var 30,6 prósent.

„Þetta er í annað skiptið sem ég næ kjöri og eini formaðurinn sem hefur staðið af sér mótframboð þannig að ég hlýt að vera stoltur með niðurstöðurnar,“ segir Ragnar Þór.

Elva Hrönn segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að sínar hugmyndir hafi ekki hlotið meiri hljómgrunn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins naut hún stuðnings fimm af þeim sjö sem kjörnir voru í stjórn VR.