Pari Stave
Pari Stave
Myndlistarmiðstöð og menningarmálaráðuneyti standa að ráðstefnunni Horft til framtíðar í Safnahúsinu í dag kl. 13-17. „Tilgangur ráðstefnunnar er að velta upp hugmyndum, draumórum og væntingum okkar um myndlist framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu…

Myndlistarmiðstöð og menningarmálaráðuneyti standa að ráðstefnunni Horft til framtíðar í Safnahúsinu í dag kl. 13-17. „Tilgangur ráðstefnunnar er að velta upp hugmyndum, draumórum og væntingum okkar um myndlist framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu og bent á að ráðstefnan sé haldin í tengslum við það að myndlistarstefna stjórnvalda sé í ferli. Frummælandi ráðstefnunnar er Pari Stave, forstöðukona Skaftfells. Aðrir ræðumenn verða myndlistarmennirnir Bjarki Bragason, deildarforseti Myndlistardeildar LHÍ; Veronika Balcerak; Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafns Akureyrar og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri. Að framsöguerindum loknum stýrir Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands pallborðsumræðum. Ráðstefnustjóri er Dorothée Kirch, sjálfstætt starfandi sýningarstjóri.