Ungviðið spyr hvað sé að vera önnum kafinn. Það eru að verða málskipti í landinu! Nú, önn er annríki eða vinna, verk; kafinn, þar er sögnin að kefja, sem er komin á byggðasafnið, og orðasambandið þýðir að hafa mikið að gera, vera bókstaflega á kafi…

Ungviðið spyr hvað sé að vera önnum kafinn. Það eru að verða málskipti í landinu! Nú, önn er annríki eða vinna, verk; kafinn, þar er sögnin að kefja, sem er komin á byggðasafnið, og orðasambandið þýðir að hafa mikið að gera, vera bókstaflega á kafi í vinnu. Merkilegt, þykir ungviðinu, en hvort það verður því tamt er annað mál.