Heiðmar Guðmundsson
Heiðmar Guðmundsson
Rætt var við Heiðmar Guðmundsson, lögfræðing hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, í ViðskiptaMogganum í gær. Þar sagði hann: „Það er afar mikilvægt að íslenskur sjávarútvegur standist samkeppni á alþjóðlegum markaði, þar sem 98% af íslensku sjávarfangi eru seld. Það á ekki einungis við um útgerðir heldur einnig fiskvinnslu.

Rætt var við Heiðmar Guðmundsson, lögfræðing hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, í ViðskiptaMogganum í gær. Þar sagði hann: „Það er afar mikilvægt að íslenskur sjávarútvegur standist samkeppni á alþjóðlegum markaði, þar sem 98% af íslensku sjávarfangi eru seld. Það á ekki einungis við um útgerðir heldur einnig fiskvinnslu.

Við eigum að vera stolt af íslenskum sjávarútvegi og þeim árangri sem hann hefur náð á undanförnum áratugum. Umræðan snýst sjaldnast um það hvernig tryggja eigi samkeppnishæfnina, en þeim mun meira um það hvernig setja eigi rekstrarumhverfi greinarinnar í uppnám með illa ígrunduðum breytingum sem fæstar yrðu til bóta. Það vill gleymast að íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð og hefur verið lýst af erlendum greinendum sem Kísildal sjávarútvegs í heiminum. Í mínum huga er það eftirsóknarverð staða sem standa verður vörð um.“

Því miður er umræðan, ekki síst á Alþingi, iðulega á þeim nótum sem Heiðmar lýsir. Vinstri menn telja sig í þessu eins og öðru sérfræðinga í að skipta kökunni en gleyma því að fyrst þarf að baka hana.

Þeir gleyma því líka þegar þeir krefjast enn hærri skatta að íslenskur sjávarútvegur greiðir sérstaka skatta umfram aðrar greinar en keppinautarnir erlendis njóta ríkisstyrkja.