Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður VR, segist „ótrúlega ánægður með niðurstöðurnar“ eftir að úrslit í formannskosningunni lágu fyrir. Það er út af fyrir sig kostur þegar menn eru nægjusamir, en það er þó ekki mjög trúverðugt þegar sitjandi formaður sem farið hefur mikinn um langt skeið fær 57% greiddra atkvæða gegn alveg óþekktum frambjóðanda sem fær tæp 40%. Það segir sitt um ánægju félagsmanna í VR með formann sinn.

Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður VR, segist „ótrúlega ánægður með niðurstöðurnar“ eftir að úrslit í formannskosningunni lágu fyrir. Það er út af fyrir sig kostur þegar menn eru nægjusamir, en það er þó ekki mjög trúverðugt þegar sitjandi formaður sem farið hefur mikinn um langt skeið fær 57% greiddra atkvæða gegn alveg óþekktum frambjóðanda sem fær tæp 40%. Það segir sitt um ánægju félagsmanna í VR með formann sinn.

Umboð formannsins er þannig afar veikt og enn veikara þegar haft er í huga að einungis rúm 30% sáu ástæðu til að taka þátt í kosningunni. Það þýðir að einungis 17% félagsmanna sáu ástæðu til að lýsa yfir stuðningi við formanninn.

Þetta lýsir afar veikri stöðu formannsins en ekki er síður lýsandi fyrir veika stöðu að mótframbjóðanda hans, sem starfar – eða starfaði – á skrifstofu félagsins, skuli gert að segja upp störfum eftir að hafa tapað kosningunni. Hvers vegna getur Elva Hrönn Hjartardóttir ekki starfað á skrifstofu VR eftir kosningabaráttu sem Ragnar tekur sjálfur fram að hafi verið „málefnaleg og heiðarleg“?

Er ekki eðlilegt að félagsmenn bjóði sig fram telji þeir að gera megi betur? Eða er félagið í höndum fámennrar klíku sem lætur engan komast upp með svona lýðræðisbrölt?