Hagstofa Íslands birtir verðlagstölur 22. mars næstkomandi.
Hagstofa Íslands birtir verðlagstölur 22. mars næstkomandi.
Enn á ný spá greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans því að verðbólga hafi náð hámarki, en hún jókst úr 10% í 10,2% í febrúar eftir að flestir greiningaraðilar höfðu reiknað með hjöðnun. Þannig spáir Landsbankinn því að vísitala neysluverðs…

Enn á ný spá greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans því að verðbólga hafi náð hámarki, en hún jókst úr 10% í 10,2% í febrúar eftir að flestir greiningaraðilar höfðu reiknað með hjöðnun. Þannig spáir Landsbankinn því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% milli mánaða og verðbólga verði 9,8% í mars en Íslandsbanki telur að vísitalan hækki um 0,7% og að verðbólgan verði 10%. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn 28. mars.

Bankarnir eru á einu máli um að matvöruverð muni vega þyngst til hækkunar. Aðrir undirliðir sem báðir bankar telja munu hafa áhrif til hækkunar eru föt og skór, flugfargjöld til útlanda og aðrar vörur og þjónusta. Bankana greinir á um reiknaða húsaleigu, en Landsbankinn spáir að liðurinn muni hækka á meðan Íslandsbanki telur liðinn munu lækka. Íslandsbanki minnist á þótt greiningaraðilar hafi verið of bjartsýnir undanfarið, þá telji bankinn nú rætast úr hjöðnun þar eð stórir hækkunarmánuðir detti úr ársverðbólgunni á næstu mánuðum.

Greiningardeildir beggja banka spá því að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um 0,75% við ákvörðun 22. mars.