Skoraði Marcus Rashford fagnað eftir sigurmarkið á Spáni.
Skoraði Marcus Rashford fagnað eftir sigurmarkið á Spáni. — AFP/Jorge Guerrero
Manchester United var ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. Liðið sótti Real Betis heim til Spánar með 4:1 forskot eftir fyrri leikinn

Manchester United var ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld.

Liðið sótti Real Betis heim til Spánar með 4:1 forskot eftir fyrri leikinn. Það reyndist meira en nóg því Marcus Rashford tryggði enska liðinu sigur, 1:0, með fallegu skoti af 20 metra færi snemma í síðari hálfleiknum.

Þar með vann United einvígið 5:1 samanlagt og verður í skálinni þegar dregið verður til átta liða úrslitanna um hádegið í dag.

West Ham fór áfram í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar á mjög sannfærandi hátt en liðið vann AEK Larnaca frá Kýpur 4:0 í London og 6:0 samanlagt.

Gianluca Scamacca skoraði fyrsta markið, Jarrod Bowen næstu tvö, og Divin Mubama átti lokaorðið fyrir Hamrana.

Arsenal lenti hins vegar í miklum spennutrylli í Evrópudeildinni þegar liðið tók á móti Sporting Lissabon frá Portúgal en liðin skildu jöfn, 2:2, í fyrri leiknum.

Granit Xhaka kom Arsenal yfir á 19. mínútu og útlitið var gott fyrir enska liðið. Pedro Goncalves tókst hins vegar að jafna fyrir Sporting á 62. mínútu, 1:1, og þar sem mörk á útivöllum gilda ekki lengur í Evrópukeppni þurfti að framlengja.

Ekkert var skorað þar og úrslitin réðust því í vítaspyrnu­keppni. Sporting skoraði úr öllum sínum spyrnum og Antonio Adan í marki liðsins varði fjórðu spyrnu Arsenal frá Gabriel Martinelli. Sporting er þar með komið í átta liða úrslitin.