VG Framboð í stjórn VG, f.v. Jana Salóme, Sigríður Gísladóttir, Steinar Harðarson og Líf Magneudóttir.
VG Framboð í stjórn VG, f.v. Jana Salóme, Sigríður Gísladóttir, Steinar Harðarson og Líf Magneudóttir.
Landsfundur Vinstri-grænna fer fram í Hofi á Akureyri um helgina. Setning fundarins er kl. 17 í dag og hálftíma síðar flytur Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, ræðu. Fjögur framboð hafa borist í tvö embætti í stjórn VG

Landsfundur Vinstri-grænna fer fram í Hofi á Akureyri um helgina. Setning fundarins er kl. 17 í dag og hálftíma síðar flytur Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, ræðu.

Fjögur framboð hafa borist í tvö embætti í stjórn VG. Í embætti ritara stefna Jana Salóme Ingibjargar- og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Sigríður Gísladóttir, dýralæknir á Ísafirði og formaður VG á Vestfjörðum. Tveir bjóða sig fram til að verða gjaldkerar í stjórn flokksins, þau Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri.

Á annan tug VG-félaga hafa nú þear boðið sig fram til stjórnarsetu en kosið er um samtals ellefu sæti í stjórn og fjögur til vara. Í gær höfðu ekki komið framboð til formanns og varaformanns, en í þeim embættum sitja sem kunnugt er Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Þetta gæti breyst en framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en í kvöld, að loknum almennum stjórnmálaumræðum.

Á landsfundi VG verða líka kosnir 40 fulltrúar í flokksráð og 10 til vara, en ráðið er æðsti vettvangur hreyfingarinnar á milli landsfunda. Framboðsfrestur í flokksráð rennur út á morgun, laugardag,