Norður ♠ KG97 ♥ 4 ♦ D987543 ♣ 8 Vestur ♠ D106 ♥ Á965 ♦ Á2 ♣ 7642 Austur ♠ Á8543 ♥ 2 ♦ KG10 ♣ 10953 Suður ♠ 2 ♥ KDG10873 ♦ 6 ♣ ÁKDG Suður spilar 4♥

Norður

♠ KG97

♥ 4

♦ D987543

♣ 8

Vestur

♠ D106

♥ Á965

♦ Á2

♣ 7642

Austur

♠ Á8543

♥ 2

♦ KG10

♣ 10953

Suður

♠ 2

♥ KDG10873

♦ 6

♣ ÁKDG

Suður spilar 4♥.

Um miðja síðustu öld var algengt að opnun á alkröfu í Standard-kerfinu væri spurning um ása. Sú aðferðafræði smellpassar fyrir suður, sem hefur ekki áhuga á neinu nema ásafjöld makkers. En hann er fæddur of seint og verður að fara krókaleið – opna til dæmis á 2♣ og segja 3♥ við skyldusvarinu á 2♦. Setja þannig litinn og láta gott heita þegar norður hækkar í 4♥.

En þó svo að sagntæknin breytist með tímanum er úrspilstæknin alltaf söm við sig. Vestur spilar út tígulás og tígli. Sagnhafi trompar og gerir hvað?

Ef hann spilar strax hjarta gerist þetta: Vestur drepur (eða dúkkar einu sinni), spilar makker sínum inn á spaðaás, sem þrumar út þriðja tíglinum og uppfærir slag á hjartaníu. Þetta má fyrirbyggja með því að „gelda“ tígulinn: taka laufás og trompa lauf, spila svo tígli og henda spaða heima!