Álfrún Gunnlaugsdóttir fæddist 18. mars 1938 í Reykjavík. Foreldrar Álfrúnar voru hjónin Gunnlaugur Ólafsson, f. 1908, d. 1990, og Oddný Pétursdóttir, f. 1911, d. 1995.
Álfrún hóf nám í bókmenntafræði- og heimspeki við háskólann í Barcelona og lauk þaðan doktorsprófi 1970.
Hún var fyrsti kennarinn í almennri bókmenntafræði við HÍ og jafnframt fyrsta konan til að gegna fastri stöðu við heimspekideild skólans. Hún var prófessor þar 1988-2006.
Auk fræðilegra ritgerða sendi Álfrún frá sér átta skáldverk, smásögur og skáldsögur. Sumar skáldsögur hennar hafa verið þýddar á erlend tungumál. Þrjár skáldsögur Álfrúnar voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Hringsól 1991, Hvatt að rúnum 1995 og Yfir Ebrófljótið 2003. Sú síðastefnda var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001. Skáldsaga hennar, Rán, var tilnefnd til sömu verðlauna 2008.
Álfrún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands og hlaut fálkaorðuna 2018.
Sonur hennar er Bjarki Kaikumo, f. 1973.
Álfrún lést 15.9. 2021.