Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður PAOK í Grikklandi, hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir leikina gegn Bosníu og Liechtenstein vegna meiðsla. Þetta er talsvert áfall fyrir íslenska liðið því Sverrir er einn af…

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður PAOK í Grikklandi, hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir leikina gegn Bosníu og Liechtenstein vegna meiðsla.

Þetta er talsvert áfall fyrir íslenska liðið því Sverrir er einn af reyndustu leikmönnum þess í dag, með reynslu af því að spila með landsliðinu á blómatíma þess, og hefur verið fyrirliði PAOK að undanförnu.

Guðmundur Þórarinsson hefur verið kallaður inn í hópinn en hann leikur líka í grísku úrvalsdeildinni, með OFI frá Krít. Þar kemur því bakvörður í stað miðvarðar.