Norður ♠ D1094 ♥ ÁG8 ♦ D3 ♣ D1042 Vestur ♠ Á63 ♥ 1075432 ♦ G9 ♣ 93 Austur ♠ K8752 ♥ D96 ♦ K10 ♣ KG7 Suður ♠ G ♥ K ♦ Á876542 ♣ Á865 Suður spilar 5♦

Norður

♠ D1094

♥ ÁG8

♦ D3

♣ D1042

Vestur

♠ Á63

♥ 1075432

♦ G9

♣ 93

Austur

♠ K8752

♥ D96

♦ K10

♣ KG7

Suður

♠ G

♥ K

♦ Á876542

♣ Á865

Suður spilar 5♦.

Er Bob Hamman genginn í barndóm? Þessi 85 ára margfaldi heimsmeistari hagar sér eins og skólastrákur við spilaborðið. Hann hélt á spilum vesturs í 32 liða úrslitum Vanderbilt fyrr í vikunni og opnaði á 2♥ með tíuna hæsta í litnum!

Makker hans var Peter Weichsel en mótherjar Giorgio Duboin og Leonardo Cima. Weichsel hækkaði í 3♥, Cima sagði 4♦, Duboin reyndi við slemmu með 4♥, en Cima var ekki til í tuskið og lauk sögnum í 5♦. Komið að Hamman að spila út. Og hvaða útspil valdi unglingurinn?

Spaðaþristinn, undan ásnum! Weichsel lét lítinn spaða (og lái honum hver sem vill) þannig að Cima fékk fyrsta slaginn ódýrt heima. En málinu var ekki þar með lokið. Cima spilaði tígli á drottningu og kóng, stakk spaðann sem kom til baka, tók tígulás og spilaði laufi á tíu og gosa. Yfirdrap seinna hjartakóng og húrraði út laufdrottningu! Ellefu slagir.