Stöðumynd 3
Stöðumynd 3 — Morgunblaðið/Hallfríður Sigurðar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir geysiharða baráttu í opnum flokki á Evrópumóti einstaklinga sem lauk á mánudaginn í Vrnjacka Banja í Serbíu urðu þrír skákmenn efstir og jafnir, Rússinn Alexei Sarana, Belginn Daniel Dardha og Kiril Shevchenko frá Rúmeníu

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Eftir geysiharða baráttu í opnum flokki á Evrópumóti einstaklinga sem lauk á mánudaginn í Vrnjacka Banja í Serbíu urðu þrír skákmenn efstir og jafnir, Rússinn Alexei Sarana, Belginn Daniel Dardha og Kiril Shevchenko frá Rúmeníu. Þeir hlutu allir 8½ vinning af 11 mögulegum. Keppt var um 23 sæti í heimsbikarkeppni FIDE sem fer fram á eyjunni Mön í október nk.

Vignir Vatnar Stefánsson tapaði jafnteflisstöðu í lokaumferðinni og hlaut að lokum sex vinninga af 11. Hann hefði hugsanlega getað náð lokaáfanga að stórmeistaratitli með því að vinna tvær síðustu skákirnar en það gekk ekki að þessu sinni. Frammistaðan var engu að síður ásættanleg, mótsstaðan óvenjulega hörð og hann fór reynslunni ríkari á næsta mót sem hófst í vikunni í Arandjalovac í Serbíu. Meira um það síðar en lítum á snaggaralegan sigur Vignis á tyrkneskum andstæðingi undir lok Evrópumótsins:

EM einstaklinga 2023; 9. umferð:

Vignir Vatnar Stefánsson – Yamac Samani

Móttekið drottningarbragð

1. Rf3 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4 e6 5. d4 c5 6. 0-0 a6 7. a4 cxd4 8. exd4 Rc6 9. Rc3 Be7 10. Bg5 0-0 11. He1 h6 12. Bh4 Ra5

13. Bd3 Bd7 14. Bc2 Hc8

Fyrsta ónákvæmnin í þekktri stöðu. Hann varð að leika 14. ... Rc6 til að svara 15. Dd3 með 15. ... Rb4 o.s.frv.

15. Dd3 g6 16. Re5 Be8 17. Had1 Kg7

Enn var – Rc6 eini leikurinn. Nú gerir hvítur út um taflið.

18. d5! exd5

Ekki 18. ... Rxd5 19. Bxe7 Dxe7 20. Rxd5 exd5 21. Rxg6! og vinnur.


19. Rg4!

Svartur er varnarlaus.

19. ... Rc6 20. Hxe7! Dxe7 21. Bxf6+ Dxf6 22. Rxf6

– og svartur gafst upp.

Það var gaman að fylgjast með sigursælasta skákmanni Úkraínu fyrr og síðar, Vasilí Ivantsjúk, sem mun tefla á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Ivantsjúk, sem hlaut 7½ vinning af 11 mögulegum og hafnaði í 16.-45. sæti, er stundum nefndur í sömu andrá og kappar tveir sem óverðskuldað – að sumra mati – urðu aldrei heimsmeistarar, Paul Keres og Viktor Kortsnoj. Í eftirfarandi skák frá mótinu ratar Ivantsjúk á leiki sem gjarnan fara fram hjá minni spámönnum – en þesssi maður er, eins og kom fram hér í pistli um daginn, alveg sérstaklega opinn fyrir óvenjulegum leiðum.

EM einstaklinga 2023; umferð:

Ihor Samunenko - Vasilí Ivantsjúk

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. h3 0-0 6. Be3 Ra6 7. g4 e5 8. d5 Rc5 9. f3 a5 10. Dd2 c6 11. Rge2 cxd5 12. cxd5 Bd7 13. Rg3 a4 14. h4 Da5

Staðan hefur þróast eftir hefðbundnum leiðum kóngsindverjans sem Ivantsjúk teflir sjaldan. Hér er sennilega öruggast að leita eftir drottningaruppskiptum með 15. Rd1 eða leika 15. h5.

15. g5 Rh5!?16. Rxh5 gxh5 17. Rb1 Dd8 18. Ra3 f5 19. gxf6


19. ... Hxf6! 20. Be2

Það blasir við að hvítur getur hirt skiptamun með 20. Bg5.

20. ... Hc8 21. Bg5 Kh8 22. Bxf6?!

Hann hefði betur haldið spennu í stöðunni og leikið 22. Rc4.

22. ... Dxf6 23. Dg5 Df8! 24. Rc4? Bh6 25. Dxh5 Df4 26. Rxd6

Engan góðan leik var að finna, m.a. vegna hótunarinnar 26. ... b5.


26. ... Rd3+! 27. Kf1

Eða 27. Bxd3 Dd2+ o.s.frv.

27. ... Hf8 28. Hd1

28. Bxd3 strandar á 28. ... Bg4! og vinnur.

28. ... Rxb2 29. Rf5 Bxf5 30. exf5 Rxd1 31. Bxd1 Dc4+ 32. Ke1 Bf4 33. Hg1 Dc3+ 34. Kf1 Dc1

– og hvítur gafst upp.