Reykjavík / Vegvísir – A Guide nefnist sýning með verkum Einars Garibalda Eiríkssonar sem opnuð verður í Glerhúsinu á Vesturgötu 33b í dag kl. 14. Samtímis heldur listamaðurinn útgáfuhóf

Reykjavík / Vegvísir – A Guide nefnist sýning með verkum Einars Garibalda Eiríkssonar sem opnuð verður í Glerhúsinu á Vesturgötu 33b í dag kl. 14. Samtímis heldur listamaðurinn útgáfuhóf. „Á sýningunni getur að líta innsetningu og bókverk er sækir efnivið sinn til aldagamalla hugleiðinga um sjónræna framsetningu verunnar eins og hún birtist okkur í listasögunni, ekki síst í verkum er tengjast hefð útsýnismynda og landslagsins. Verk Einars byggist á kortlagningu ferðamannaiðnaðarins á Reykjavík samtímans, þar sem síkvik neysla og myndafjöld á álitsgjafaöld hefur smám saman mótað ákveðna „vegvísa“ og valið „áhugaverða staði“ fyrir gestkomandi í höfuðborginni,“ segir í tilkynningu. Sýningin stendur til 11. júní.