Náttúra Ein vatnslitamynda Rósu.
Náttúra Ein vatnslitamynda Rósu.
Rósa Traustadóttir opnar sýningu sína Áhrifavaldur = shinrin yoku í Listasal Mosfellsbæjar í dag milli kl. 14 og 16. „Vatnslitamyndir á sýningunni eru innblásnar af náttúrunni í Mosfellsbæ

Rósa Traustadóttir opnar sýningu sína Áhrifavaldur = shinrin yoku í Listasal Mosfellsbæjar í dag milli kl. 14 og 16. „Vatnslitamyndir á sýningunni eru innblásnar af náttúrunni í Mosfellsbæ. Nafn sýningarinnar ber þess merki að mikill áhrifavaldur í lífi listamannsins er náttúran og skógurinn. Shinrin Yoku er hugtak á japönsku sem má þýða sem skógarbað. Ilmkjarnaolíur sem unnar eru úr íslenskum skógum frá Nordic Angan eru notaðar á sýningunni til að mynda þennan sérstaka ljúfa og heilandi ilm skógarins,“ segir í tilkynningu frá sýningarstað.

Sýningin stendur til 15. apríl. Listasalur Mosfellsbæjar er til húsa inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Opið er virka daga milli kl. 9 og 18 og á laugardögum milli kl. 12 og 16.