„ … [K]veða það mikinn úrdrátt að skólinn sé lokaður vegna rakaskemmda, mygla hafi greinst í öllum álmum …“ Þessi gleðilegu orð gat að lesa hér í blaðinu fyrir nokkru. Það sem gladdi var úrdráttur, sem þýðir það að draga úr e-u og þarna var einmitt notaður þannig

„ … [K]veða það mikinn úrdrátt að skólinn sé lokaður vegna rakaskemmda, mygla hafi greinst í öllum álmum …“ Þessi gleðilegu orð gat að lesa hér í blaðinu fyrir nokkru. Það sem gladdi var úrdráttur, sem þýðir það að draga úr e-u og þarna var einmitt notaður þannig. Útdráttur er aftur á móti ágrip – eða dráttur í happdrætti.