— Ljósmynd/Snorri Björns
Haraldur Nel­son, faðir og umboðsmaður MMA-kapp­ans Gunn­ars Nel­sons, hlakk­ar til að sjá son sinn stíga inn í hring­inn í bar­daga gegn Banda­ríkja­mann­in­um Bry­an Barb­erena í kvöld en viður­kenn­ir þó að hann sé alltaf taugatrekkt­ur þegar son­ur hans er að fara að berj­ast

Haraldur Nel­son, faðir og umboðsmaður MMA-kapp­ans Gunn­ars Nel­sons, hlakk­ar til að sjá son sinn stíga inn í hring­inn í bar­daga gegn Banda­ríkja­mann­in­um Bry­an Barb­erena í kvöld en viður­kenn­ir þó að hann sé alltaf taugatrekkt­ur þegar son­ur hans er að fara að berj­ast. Hann ræddi um bardagann í Ísland vaknar í gær. „Maður er alltaf stressaður fyr­ir all­an pen­ing­inn. Maður er bara þarna á barmi tauga­áfalls,“ sagði Halli. Viðtalið má heyra og sjá á K100.is.