Ályktun Lögreglumenn segja rafvarnavopn auka öryggi almennings.
Ályktun Lögreglumenn segja rafvarnavopn auka öryggi almennings. — Morgunblaðið/Eggert
Landssamband lögreglumanna sendi frá sér ályktun í gær þar sem þeir árétta fyrri ályktanir um mikilvægi heimildir lögreglu til að bera rafvarnavopn í tilefni umræðu um frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra

Landssamband lögreglumanna sendi frá sér ályktun í gær þar sem þeir árétta fyrri ályktanir um mikilvægi heimildir lögreglu til að bera rafvarnavopn í tilefni umræðu um frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Í ályktuninni segir að sambandið hafi í langan tíma vakið athygli á erfiðum aðstæðum lögreglu í starfi. Stéttin búi við tíðari slys í starfi en nokkur önnur starfsstétt. Árið 2020 hafi orðið 220 slys á lögreglumönnum og tæplega 140 slys árið 2021. Landssambandið segir þetta óviðunandi stöðu sem þurfi að bregðast við með afgerandi hætti.

Lögreglan telur að rafvarnavopn muni auka öryggi almennra borgara í hættulegum aðstæðum og auka starfsöryggi lögreglunnar. Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist og fleiri mál tengjast vopnaburði. Því þurfi íslenska lögreglan að geta varið sig og aðra eins og lögreglan getur gert í nágrannalöndunum.