Tónlistarfólk Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sigurðsson.
Tónlistarfólk Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sigurðsson.
Magnea Tómasdóttir söngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja nokkur vers úr sex Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á tónleikum í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ í dag kl. 17. Sálmarnir verða fluttir við þjóðlög í útsetningum Smára Ólasonar og við lög Jóns Ásgeirssonar

Magnea Tómasdóttir söngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja nokkur vers úr sex Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á tónleikum í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ í dag kl. 17. Sálmarnir verða fluttir við þjóðlög í útsetningum Smára Ólasonar og við lög Jóns Ásgeirssonar.

„Hvalsneskirkja er merkt kennileiti á Reykjanesi. Kirkjan tengist lífi og starfi Hallgríms Péturssonar órjúfanlegum böndum því hann þjónaði þar sem prestur um árabil og þar býðst tækifæri til að njóta tónlistarflutnings í einstöku andrúmslofti þessa staðar,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis.