Nesjavellir Nökkvi Andersen verkefnastjóri Carbfix við nýju tilraunastöðina á Nesjavöllum fyrir föngun og förgun á kolefnum.
Nesjavellir Nökkvi Andersen verkefnastjóri Carbfix við nýju tilraunastöðina á Nesjavöllum fyrir föngun og förgun á kolefnum. — Ljósmynd/Gunnar Freyr
Niðurdæling á koldíoxíði (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) frá Nesjavallavirkjun er hafin eftir að ný tilraunastöð Carbfix til kolefnisföngunar og -förgunar við virkjun Orku náttúrunnar á Nesjavöllum var tekin í notkun

Niðurdæling á koldíoxíði (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) frá Nesjavallavirkjun er hafin eftir að ný tilraunastöð Carbfix til kolefnisföngunar og -förgunar við virkjun Orku náttúrunnar á Nesjavöllum var tekin í notkun. Stöðin er afrakstur umfangsmikillar þróunar- og rannsóknarvinnu, segir í tilkynningu.

Tilraunastöðin, sem var þróuð og smíðuð fyrir verkefnið, er færanleg og er það talið opna möguleika á nýta hana í önnur tilraunaverkefni á vegum Carbfix síðar meir.

Eitt af markmiðum verkefnisins er að leggja grunn að fullri hreinsun á CO2 og H2S frá Nesjavallavirkjun síðar meir, með varanlegri hreinsistöð sem áætlað er að verði komin í notkun árið 2030, ásamt því að auka skilvirkni Carbfix-tækninnar. Nýja tilraunastöðin sem nú hefur verið tekin í notkun var hönnuð og byggð í samvinnu við Mannvit, Verkís og Héðin.

Verkefnið er sagt þýðingarmikið skref að því marki að minnka enn frekar losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarmavirkjunum. Ný tilraunastöð Carbfix fangar allt brennisteinsvetni sem í gegnum hana fer og allt að 98% af koldíoxíði. Hún afkastar um 3.000 tonnum af koldíoxíði á ári og um 1.000 tonnum af brennisteinsvetni, sem er um 20% af losun virkjunarinnar.

Haft er eftir Nökkva Andersen, verkefnastjóra hjá Carbfix, að stór áfangi hafi náðst, ekki aðeins fyrir fótspor Nesjavallavirkjunar heldur einnig fyrir frekari innleiðingu Carbfix-tækninnar í framtíðinni. Verkefnið er fjármagnað af GECO-verkefni Evrópusambandsins.