Norður ♠ KD2 ♥ KDG ♦ G65 ♣ 7653 Vestur ♠ G10943 ♥ 1097 ♦ D102 ♣ K10 Austur ♠ 865 ♥ 6532 ♦ K94 ♣ Á42 Suður ♠ Á7 ♥ Á84 ♦ Á873 ♣ DG98 Suður spilar 3G

Norður

♠ KD2

♥ KDG

♦ G65

♣ 7653

Vestur

♠ G10943

♥ 1097

♦ D102

♣ K10

Austur

♠ 865

♥ 6532

♦ K94

♣ Á42

Suður

♠ Á7

♥ Á84

♦ Á873

♣ DG98

Suður spilar 3G.

Tölfræðireglan um „takmarkað val“ kemur víða við sögu í úrspilinu. Hér er nýlegt dæmi frá úrslitaleik Vanderbilt – 3G með spaðagosa út.

Sagnhafi drepur í blindum og spilar laufi á gosa og kóng. Fær næsta slag á spaðaás, fer inn í borð á hjarta og spilar laufi í annað sinn. Austur lét tvistinn í fyrra laufið og fylgir nú með fjarka. Hvað á að gera – svína níunni eða fara upp með drottningu?

Spurninguna mætti orða á annan hátt: Hvort er líklegra að vestur hafi byrjað með ♣K10 eða ♣ÁK? Hið fyrrnefnda er tvöfalt sennilegra, segir reglan, því með ♣ÁK getur vestur tekið fyrri slaginn HVORT HELDUR heldur með kóng eða ás, en með ♣K10 VERÐUR hann að drepa á kóng. Val hans er takmarkað.

Það er svo annað mál að Steve Garner svínaði níunni og fór niður, kannski af því hann óttaðist ♣Á1042 í austur.