Svavar Knútur
Svavar Knútur
Söngvaskáldið Svavar Knútur býður til kvöldvöku annað kvöld, 24. mars, kl. 20 á sögulofti Landnámssetursins. Í tilkynningu segir að ekki sé „laust við að gæti nokkurrar tilhlökkunar hjá Svavari að rifja upp kynnin við Borgnesinga og…

Söngvaskáldið Svavar Knútur býður til kvöldvöku annað kvöld, 24. mars, kl. 20 á sögulofti Landnámssetursins.

Í tilkynningu segir að ekki sé „laust við að gæti nokkurrar tilhlökkunar hjá Svavari að rifja upp kynnin við Borgnesinga og nærsveitunga og hin frábæru salarkynni Landnáms[s]eturs, sem eru kjörin fyrir sögustundir og alþýðusöngva hvers konar“.

Þar segir að á boðstólum verði blönduð dagskrá af frumsaminni tónlist, sígildum íslenskum sönglögum, sögum og „dassi af vangaveltum eins og Svavari Knúti er tamt“. Miða má finna á tix.is en ókeypis er fyrir börn.