Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Dómnefndir hafa lokið störfum sínum og valið þær myndir sem keppa til úrslita í stuttmyndasamkeppni Stockfish sem nefnist Sprettfiskur 2023. Í flokki skáldverka eru tilnefndar Bylur í leikstjórn Óttars Þórbergssonar og Fannars Birgissonar; My…

Dómnefndir hafa lokið störfum sínum og valið þær myndir sem keppa til úrslita í stuttmyndasamkeppni Stockfish sem nefnist Sprettfiskur 2023. Í flokki skáldverka eru tilnefndar Bylur í leikstjórn Óttars Þórbergssonar og Fannars Birgissonar; My Promised Land í leikstjórn Sigga Kjartans; Felt Cute í leikstjórn Önnu Karinar; Poppp í leikstjórn Signýjar Rósar; Surprise í leikstjórn Kolfinnu Njálsdóttur og Prinsipesa í leikstjórn Kötlu Gunnlaugsdóttur. Í dómnefnd sitja Björn Thors, Tinna Hrafnsdóttir og Ragnheiður Erlingsdóttir.

Í flokki heimildarverka eru tilnefndar Introducing Dronefest í leikstjórn Elísabetar Írisar Jónsdóttur; Rotten Strawberries í leikstjórn Thelmu Marínar Jónsdóttur; Númer 127 í leikstjórn Magdalenu Ólafsdóttur; Keep F****** Going í leikstjórn Marie Lydie Bierne og Náttúruvættir í leikstjórn Þórhildar Lárentsínusdóttur. Í dómnefnd sitja Ingibjörg Halldórsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Víðir Sigurðsson.

Í flokki tilraunaverka eru tilnefndar Mother Melancholia í leikstjórn Samönthu Shay; Steinrunninn (Petrified) í leikstjórn Toniks Ensemble, Chris Pauls Daniels og Antons Kaldal Ágústssonar; Story of a Blue Girl í leikstjórn Öldu Ægisdóttur; Dunhagi í leikstjórn Magnúsar Leifssonar og Björn Kristleifs í leikstjórn Jakobs T. Arnars. Í dómnefnd sitja Hilke Rönnfeldt, Sunneva Weishappel og Vigdís Jakobsdóttir.

Auk þess er tilnefnt í flokki tónlistarmyndbanda. Myndirnar verða sýndar í Bíó Paradís 27. mars frá kl. 17 og í Norræna húsinu 28. mars frá kl. 15. Verðlaunin verða afhent í Bíó Paradís 1. apríl. Nánari upplýsingar á stockfishfestival.is.