70 ára Elínrós er fædd á Skáldalæk í Svarfaðardal en býr á Brakanda í Hörgárdal. Hún hefur verið bóndi þar frá 1973, með kýr og kindur til 2016 en síðan þá með sauðfjárbúskap. Elínrós er meðhjálpari í Möðruvallakirkju og gjaldkeri í stjórn Kvenfélags Hörgdæla

70 ára Elínrós er fædd á Skáldalæk í Svarfaðardal en býr á Brakanda í Hörgárdal. Hún hefur verið bóndi þar frá 1973, með kýr og kindur til 2016 en síðan þá með sauðfjárbúskap. Elínrós er meðhjálpari í Möðruvallakirkju og gjaldkeri í stjórn Kvenfélags Hörgdæla. Áhugmálin eru fjölskyldan og útivist, ganga úti í náttúrunni, og hún sækir mikið fyrirlestra um ýmis mál.


Fjölskylda Eiginmaður Elínrósar er Viðar Þorsteinsson, f. 1952, bóndi. Börn þeirra: Sigurður Elvar, f. 1975, Sigrún Alda, f. 1977, Sara Hrönn, f. 1984, og Sesar Þór, f. 1986, d. 2006. Barnabörnin eru fjögur. Foreldrar Elínrósar voru hjónin Sveinbjörn Níelsson, f. 1905 á Hallanda á Svalbarðsströnd, d. 1978, og Erla Stefánsdóttir, f. 1931 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, d. 2022, bændur á Skáldalæk.