Háskólar Áslaug Arna er háskólaráðherra og fjallar um brýnar breytingar á þeim í viðtali Dagmála, en kvað einnig fast að orði um ríkisfjármálin.
Háskólar Áslaug Arna er háskólaráðherra og fjallar um brýnar breytingar á þeim í viðtali Dagmála, en kvað einnig fast að orði um ríkisfjármálin. — Morgunblaðið/Kristófer Liljar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Þetta gengur ekki upp, það er bara svoleiðis,“ segir Áslaug Arna þegar hún er spurð um ásókn ráðherra í meiri ríkisútgjöld í ótryggu efnahagsástandii heimsins, sem hafi sín áhrif hér á landi. „Það er ekki hægt að verja hér fjármunum í hina ýmsu…

Dagmál

Andrés Magnússon

andres“mbl.is

„Þetta gengur ekki upp, það er bara svoleiðis,“ segir Áslaug Arna þegar hún er spurð um ásókn ráðherra í meiri ríkisútgjöld í ótryggu efnahagsástandii heimsins, sem hafi sín áhrif hér á landi. „Það er ekki hægt að verja hér fjármunum í hina ýmsu málaflokka þegar staðan er þannig að hið eina sem við eigum að vera að berjast við er verðbólgan.“

Þetta kemur fram í viðtali Dagmála, streymis Morgunblaðsins sem opið er öllum áskrifendum, og birt er í dag.

Áslaug Arna segir að að því þurfi ríkisstjórnin öll að einbeita sér.

„Það eina sem skiptir máli nú er að ná verðbólgunni niður. Fyrir fólkið í landinu, fyrir lífskjör og til þess að ná einhverjum árangri hér í landinu til lengri tíma,“ segir hún.

„Þá skiptir miklu máli að við förum ekki í óþarfa útgjaldaþenslu, það skiptir miklu máli að við beitum öllu því sem við getum í baráttunni gegn verðbólgunni,“ segir hún en játar að ekki togi allir í sömu átt.

„Á sama tíma er verið að kalla eftir viðbrögðum við verðbólgu með því að útgjöld verði aukin í ýmsa málaflokka.“ Þar kunni þörfin að þó vera mismikil.

„Staðan í ýmsum málaflokkum er að það er búinn að vera opinn krani í þá, án sérstaks árangurs eða það hafi verið skýr sýn á það í hvað fjármunirnir væru að fara,“ segir hún og segir að mælikvarðinn eigi að vera hversu vel stjórnvöld fari með fjármuni almennings, ekki hversu mikið.

„Hvar getum við einfaldlega dregið saman og hagrætt? Það eru ýmsir hlutir, sem ríkið þarf ekki að vera að gera,“ segir hún og bætir við að þar eigi einnig að horfa til þess að fækka ríkisstarfsmönnum.

Höf.: Andrés Magnússon