Framleiðsla Gunnars var stofnað 1960. Það er í Dalshrauni 7 í Hafnarfirði.
Framleiðsla Gunnars var stofnað 1960. Það er í Dalshrauni 7 í Hafnarfirði. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Myllan-Ora ehf., sem er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði og rekur matvælaframleiðslu undir merkjum Myllunnar, Kexsmiðjunnar, Fróns og Ora, hefur undirritað kaupsamning, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, um kaup á Gunnars ehf

Myllan-Ora ehf., sem er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði og rekur matvælaframleiðslu undir merkjum Myllunnar, Kexsmiðjunnar, Fróns og Ora, hefur undirritað kaupsamning, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, um kaup á Gunnars ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Stutt er síðan kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars gengu til baka eftir að Samkeppniseftirlitið setti sig upp á móti viðskiptunum, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu.

Áhugaverð tækifæri

Gunnars ehf., sem stofnað var árið 1960, er samkvæmt tilkynningunni sérhæft í framleiðslu á majonesi og sósum, bæði fyrir neytendamarkað og matvælaframleiðendur. Auk hins klassíska Gunnars-majoness framleiðir félagið m.a. létt- og veganmajones, auk ýmissa sósa.

Hermann Stefánsson forstjóri Myllunnar-Ora segir áhugaverð tækifæri felast í kaupunum. Vörumerkið Gunnars sé rótgróið og styrki vöruframboð Myllunnar-Ora auk samlegðar við rekstur fyrirtækisins.