Maðurinn sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Mun gæsluvarðhaldið gilda til og með 18

Maðurinn sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Mun gæsluvarðhaldið gilda til og með 18. apríl en maðurinn hefur nú þegar setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 14. mars.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið en hann leiðir jafnframt rannsókn málsins. Að sögn Gríms var gæsluvarðhaldið framlengt vegna almannahagsmuna en ekki á grundvelli rannsóknarhagsmuna eins og gert var í síðustu viku þegar gæsluvarðhaldið var framlengt frá 17. mars til gærdagsins.

Grímur segir að rannsókninni miði vel en yfirheyrslur standi enn yfir. tomasarnar@mbl.is