Þingmenn á Alþingi
Þingmenn á Alþingi
Kvenfélagasamband Íslands setur sig ekki upp á móti því að lög um orlof húsmæðra falli á brott eins og frumvarp sem er til umræðu á Alþingi gerir ráð fyrir. Félagið sendi inn umsögn vegna frumvarpsins til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins

Kvenfélagasamband Íslands setur sig ekki upp á móti því að lög um orlof húsmæðra falli á brott eins og frumvarp sem er til umræðu á Alþingi gerir ráð fyrir. Félagið sendi inn umsögn vegna frumvarpsins til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins.

„Kvenfélagasamband Íslands styður jafnan rétt karla og kvenna og vill að kynjunum séu sköpuð jöfn tækifæri og þeim greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Þjóðfélagið hefur breyst frá þeim tíma er lög um orlof húsmæðra voru sett og nú á tímum taka kynin jafnari þátt í þeim störfum sem lúta að heimilinu og barnauppeldi. Þó svo að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð milli kynjanna telur Kvenfélagasamband Íslands að orlofslögin séu arfur liðins tíma,“ segir m.a. í umsögn félagsins.

Félagið minnir hins vegar á að ferðir séu skipulagðar og greiddar með löngum fyrirvara. Taka þurfi tillit til þess og leggur félagið til að orlofsnefnd skuli starfa til 31. desember 2023. kris@mbl.is