Í ham Daníel, Hálfdán og Skúli.
Í ham Daníel, Hálfdán og Skúli.
Daníel Hjálmtýsson fagnar útgáfu fyrstu plötu sinnar, sem nefnist Labyrinthia, með tónleikum í Reykjavik Record Shop í dag, fimmtudag, kl. 17, í 12 tónum 1. apríl kl. 17 og í Lucky Records 8

Daníel Hjálmtýsson fagnar útgáfu fyrstu plötu sinnar, sem nefnist Labyrinthia, með tónleikum í Reykjavik Record Shop í dag, fimmtudag, kl. 17, í 12 tónum 1. apríl kl. 17 og í Lucky Records 8. apríl. Þar leikur hann ásamt sveit sinni nokkur vel valin lög af plötunni. Sveitina skipa, auk Daníels, þeir „Hálfdán Árnason og Skúli Gíslason sem móta verkefnið, útsetja og flytja auk þess sem hljómsveitin sá að mestu um upptökur sjálf“, segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Labyrinthia er tileinkuð „minningu bandaríska söngvarans og góðvinar sveitarinnar, Marks Lanegans, sem lést 2022.“

Að sögn Daníels hefur platan hlotið góðar viðtökur og frábæra dóma, m.a. hjá bandarísku útvarpsstöðinni KEXP í Seattle, þar sem platan var talin ein af 22 bestu plötum ársins 2022. Lagið „No Reception“ hefur ratað inn á vinsældalista á bæði Ítalíu og Íslandi og verið í spilun í Bandaríkjunum og Póllandi. Sveitin hélt í stutt tónleikaferðalag um Holland og Belgíu í nóvember til að kynna plötuna og heldur til Austur-Evrópu og Ítalíu í sumar auk þess sem hún kemur fram á ýmsum stöðum hér á landi.