Skáld Brynja Hjálmsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Ragnheiður Lárusdóttir ræða málin í dag.
Skáld Brynja Hjálmsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Ragnheiður Lárusdóttir ræða málin í dag.
Rithöfundarnir Brynja Hjálmsdóttir, Ragnheiður Lárusdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir taka þátt í dagskránni Ljóðakaffi á vegum Borgarbókasafnsins í Kringlunni í dag milli kl. 17.30 og 18.30. Þar ræða þær um skáldskapinn og sköpunarferlið

Rithöfundarnir Brynja Hjálmsdóttir, Ragnheiður Lárusdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir taka þátt í dagskránni Ljóðakaffi á vegum Borgarbókasafnsins í Kringlunni í dag milli kl. 17.30 og 18.30. Þar ræða þær um skáldskapinn og sköpunarferlið.

„Sérstök áhersla verður lögð á bækur þeirra Kona lítur við, Kona/Spendýr og Hryggdýr. Bækurnar eru ólíkar eins og skáldin sjálf, en haldast fallega í hendur og á viðburðinum forvitnumst við um tilurð ljóðanna, baksöguna og horfum bæði til framtíðar og fortíðar með femínískum lesgleraugum,“ segir í kynningu á viðburðinum frá safninu.