Dúó Hróðmar og Ingibjörg Elsa.
Dúó Hróðmar og Ingibjörg Elsa.
Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson og bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi koma fram á tónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, fimmtudag, kl. 12 sem eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson og bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi koma fram á tónleikum í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, fimmtudag, kl. 12 sem eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni. Á efnisskránni eru lög af komandi plötu þeirra sem væntanleg er á þessu ári. „Þau kafa inn í heim rafgítarsins og rafbassans þar sem mörk hljóðfæranna eru teygð og sveigð með ýmsum aðferðum.“ Áhrifa gætir úr ýmsum áttum, svo sem djassi, tilraunatónlist, minimalisma og rokki. „Þau hafa bæði verið mjög virk á íslensku tónlistarsviði síðustu misserin, bæði með eigin verkefni og leikið með ýmsu tónlistarfólki, þvert á stíla,“ segir í tilkynningu. Miðar fást við innganginn.