Ölsala? Borgarstjóri fékk nýjan starfstitil
Ölsala? Borgarstjóri fékk nýjan starfstitil
Það er orðið mikið framboð af beinum útsendingum frá fundum ýmiss konar, bæði í sjónvarpi og á netinu. Þetta er auðvitað fróðlegt og upplýsandi og örugglega margir sem nýta sér þessa þjónustu. Þótt ég þekki fólk sem þykir fátt skemmtilegra en að…

Guðmundur Sv. Hermannsson

Það er orðið mikið framboð af beinum útsendingum frá fundum ýmiss konar, bæði í sjónvarpi og á netinu. Þetta er auðvitað fróðlegt og upplýsandi og örugglega margir sem nýta sér þessa þjónustu.

Þótt ég þekki fólk sem þykir fátt skemmtilegra en að fylgjast með umræðum á Alþingi í sjónvarpinu eru svona fundaútsendingar venjulega ekkert sérstakt skemmtiefni – eða það hélt ég að minnsta kosti þar til ég fylgdist um daginn með beinni útsendingu frá borgarstjórnarfundi á vef Reykjavíkurborgar. Þar er í boði gluggi þar sem ræðurnar eru textaðar jafnóðum af einhverju þeirra snjallmenna sem stöðugt eru að færast í aukana og verða nú æ oftar fyrir svörum ef reynt er að hafa samband við fyrirtæki og stofnanir.

Það var á stundum afar áhugavert og bráðskemmtilegt að spá í „hugrenningatengsl“ snjallmennisins þegar það hlustaði á það sem sagt var á fundinum og breytti töluðu máli í texta. Dagur borgarstjóri veitti einu sinni til dæmis „andsvar ölsalans“ og sagði einnig að við ættum ekki að vera Hödd Vilhjálmsdóttir við stafrænar breytingar af því tagi sem umræðan snérist um. Ég veit ekki alveg hvað á að segja um það!

Höf.: Guðmundur Sv. Hermannsson