Stúlkur Chaeyoung, fyrir miðri mynd, ásamt liðsfélögunum sínum í Twice.
Stúlkur Chaeyoung, fyrir miðri mynd, ásamt liðsfélögunum sínum í Twice.
Chaeyoung, meðlimur suðurkóresku stúlknasveitarinnar Twice, hefur beðist afsökunar á því að hafa klæðst stuttermabol með mynd af hakakrossi. Í frétt The Guardian um málið kemur fram að Chaeyoung hafi klæðst stuttermabol með mynd af Sid Vicious,…

Chaeyoung, meðlimur suðurkóresku stúlknasveitarinnar Twice, hefur beðist afsökunar á því að hafa klæðst stuttermabol með mynd af hakakrossi. Í frétt The Guardian um málið kemur fram að Chaeyoung hafi klæðst stuttermabol með mynd af Sid Vicious, bassaleikara Sex Pistols, sem á myndinni var í bol með mynd af hakakrossi. Chaeyoung deildi mynd af sér í bolnum á instragram-reikningi sínum þar sem hún er með 8,6 milljónir fylgjenda. Stuttu seinna eyddi hún myndinni og birti þess í stað afsökunarbeiðni þar sem Chaeyoung skrifar að hún hafi ekki áttað sig á merkingu táknsins.