Í tilefni af Degi Norðurlanda standa Norræna húsið, Norræna félagið og Norræna ráðherranefndin fyrir dagskrá í Norræna húsinu í dag milli kl. 16 og 18.15. Dagskráin í ár hverfist um frið og norræna samstöðu á stríðstímum og samanstendur af pallborðsumræðum, ræðum og menningarlegum uppákomum

Í tilefni af Degi Norðurlanda standa Norræna húsið, Norræna félagið og Norræna ráðherranefndin fyrir dagskrá í Norræna húsinu í dag milli kl. 16 og 18.15. Dagskráin í ár hverfist um frið og norræna samstöðu á stríðstímum og samanstendur af pallborðsumræðum, ræðum og menningarlegum uppákomum. Viðburðurinn verður einnig aðgengilegur í streymi. Meðal þeirra sem koma fram eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson samstarfsráðherra Norðurlanda, Sabina Westerholm forstjóri Norræna hússins, Pär Ahlberger sendiherra Svíþjóðar, Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins og Guðni Elísson sem les upp úr bók sinni Ljósgildrunni, sem er tilnefnd fyrir Íslands hönd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.