Flugslys Forsíðufrétt Morgunblaðsins 11. febrúar 2008 um flugslysið.
Flugslys Forsíðufrétt Morgunblaðsins 11. febrúar 2008 um flugslysið.
Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa telur það staðfest að brak úr flug­vél og brot úr höfuðkúpu, sem komu í veiðarfæri skips­ins Hrafns Svein­bjarn­ar­son­ar GK-255 8. mars síðastliðinn, séu úr flug­slysi sem varð vest­an við Reykja­nes fyr­ir 15 árum

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa telur það staðfest að brak úr flug­vél og brot úr höfuðkúpu, sem komu í veiðarfæri skips­ins Hrafns Svein­bjarn­ar­son­ar GK-255 8. mars síðastliðinn, séu úr flug­slysi sem varð vest­an við Reykja­nes fyr­ir 15 árum. Kemur þetta fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suðurnesjum, og tekið fram að rannsóknin sem snýr að líkamsleifunum sé í höndum kennslanefndar ríkislögreglustjóra.

Hrafn Sveinbjörnsson GK kom til hafnar í Grindavík í gærmorgun, með brakið úr vélinni og höfuðkúpubrotið, sem talið er vera úr flugmanninum. Hann var einn um borð í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til meginlands Evrópu. Brotlenti flugmaðurinn vélinni hinn 11. febrúar 2008 um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi, sem er á svipuðum slóðum og togarinn Hrafn fékk leifarnar í veiðarfærin.

Í frásögn Morgunblaðsins frá febrúar 2008 kom fram að flugmaðurinn hefði verið breskur, og mjög reyndur í ferjufluginu. Flugvélin var af gerðinni Cessna 310, tveggja hreyfla. Þeir misstu afl hvor á eftir öðrum og tókst flugmanninum að senda frá sér neyðarkall. Tilkynnti að hann ætti í erfiðleikum með að flytja eldsneyti á milli tanka. Leit Landhelgisgæslunnar, danska flughersins og nálægra fiskiskipa bar engan árangur en þarna var mikill sjór og hvasst í veðri.