Í höfn Kjarasamningar RSÍ og VM við Landsvirkjun voru undirritaðir í gær.
Í höfn Kjarasamningar RSÍ og VM við Landsvirkjun voru undirritaðir í gær. — Ljósmynd/Rafiðnaðarsamband Íslands
Tekist hefur að ganga frá og undirrita tíu kjarasamninga fyrir starfsmenn hjá fyrirtækjum í orkugeiranum á seinustu dögum. Í gær var undirritaður nýr kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) og VM við Landsvirkjun en þær viðræður voru í sáttameðferð hjá embætti ríkissáttasemjara

Tekist hefur að ganga frá og undirrita tíu kjarasamninga fyrir starfsmenn hjá fyrirtækjum í orkugeiranum á seinustu dögum. Í gær var undirritaður nýr kjarasamningur Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ) og VM við Landsvirkjun en þær viðræður voru í sáttameðferð hjá embætti ríkissáttasemjara. RSÍ undirritaði einnig kjarasamninga við RARIK í gær og nýr samningur Norðurorku við RSÍ og VM var einnig í höfn í gær. Að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar formanns RSÍ, ná samningar RSÍ til á þriðja hundrað starfsmanna. RSÍ hefur einnig klárað samninga við HS veitur og HS Orku og hafin er atkvæðagreiðsla um samningana sem náðust við Orkuveitu Reykjavíkur á mánudag. Samiðn gerði á þriðjudag nýja kjarasamninga við Landsvirkjun, HS orku og HS Veitur og á mánudag við Orkuveitu Reykjavíkur. omfr@mbl.is