Ásýnd er andlit eða útlit. Maður (einhver maður) getur þótt glæsilegur ásýndum. Ásýnd staðar getur verið misjöfn: „Ásýnd hússins gjörbreyttist þegar það var málað.“ „Tilsýnd“ er ekki til en tilsýndar merkir álengdar að sjá; séð úr nokkurri…

Ásýnd er andlit eða útlit. Maður (einhver maður) getur þótt glæsilegur ásýndum. Ásýnd staðar getur verið misjöfn: „Ásýnd hússins gjörbreyttist þegar það var málað.“ „Tilsýnd“ er ekki til en tilsýndar merkir álengdar að sjá; séð úr nokkurri fjarlægð. „Tilsýndar virtist hann normal en það leiðréttist nú þegar hann kom nær.“