— Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Mekka kajaksins á Íslandi er kannski á Ísafirði. Þar er sjaldnast slegið slöku við og reynt að fara á kajak þegar veður er til þess. Veðrið hefur oft verið fagurt undanfarna daga en frostið bítur og Pollurinn frýs

Mekka kajaksins á Íslandi er kannski á Ísafirði. Þar er sjaldnast slegið slöku við og reynt að fara á kajak þegar veður er til þess. Veðrið hefur oft verið fagurt undanfarna daga en frostið bítur og Pollurinn frýs. En samt er reynt. Hér er Anja Nickel formaður Sæfara, sem er klúbbur áhugamanna um sjósport við Ísafjarðardjúp, að reyna að finna vök í ísnum til að taka nokkur áratök en varð ekki ágengt að þessu sinni. En seinna kemur væntanlega betri róðrartíð.