Vantraust Lundúnabúar hafa margir mótmælt lögreglunni að undanförnu, einkum þegar réttað var yfir einum úr þeirra röðum nýverið.
Vantraust Lundúnabúar hafa margir mótmælt lögreglunni að undanförnu, einkum þegar réttað var yfir einum úr þeirra röðum nýverið. — AFP/Adrian Dennis
Lundúnalögreglan er rasísk stofnun þar sem karlrembur ráða ríkjum og hómófóbía lifir góðu lífi. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var af óháðum aðila, en ráðist var í útttektina eftir að lögreglumaðurinn Wayne Couzens rændi, nauðgaði og myrti unga konu fyrir tveimur árum

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Lundúnalögreglan er rasísk stofnun þar sem karlrembur ráða ríkjum og hómófóbía lifir góðu lífi. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var af óháðum aðila, en ráðist var í útttektina eftir að lögreglumaðurinn Wayne Couzens rændi, nauðgaði og myrti unga konu fyrir tveimur árum. Þingkona í efri deild segir þörf á „róttækum breytingum“ innan lögreglunnar.

„Í ljós hefur komið útbreitt einelti, mismunun, stofnanavædd hómófóbía, kvenhatur og rasismi,“ segir m.a. í skýrslunni. „Konur og börn fá ekki þá vernd og stuðning sem þörf er á.“

Segir í skýrslunni að kvenkyns lögreglumenn séu hikandi við að tilkynna kynbundið ofbeldi af ótta við einhvers konar refsingu frá samstarfsmönnum sínum. Eru dæmi þess að hinsegin lögreglumenn hafi verið áreittir og smánaðir í starfi vegna kynhneigðar sinnar.

Lögreglustjóri hefur sagt lögregluna hafa brugðist íbúum Lundúna og starfsfólki sínu. Forsætisráðherra segir lögregluna sem stofnun „stórkostlega skaddaða“.

Höf.: Kristján H. Johannessen