Kvartett Hjal leikur módernískan djass á Björtuloftum Hörpu.
Kvartett Hjal leikur módernískan djass á Björtuloftum Hörpu.
Kvartettinn Hjal kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Kvartettinn hefur „undanfarið látið að sér kveða með tónleikahaldi þar sem tónsmíðar eftir gítarleikarann Jón Ómar Árnason og saxófónleikarann Albert Sölva Óskarsson hafa verið í forgrunni

Kvartettinn Hjal kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Kvartettinn hefur „undanfarið látið að sér kveða með tónleikahaldi þar sem tónsmíðar eftir gítarleikarann Jón Ómar Árnason og saxófónleikarann Albert Sölva Óskarsson hafa verið í forgrunni. Áhrifin koma víða að en í grunninn er þetta módernískur djass, bragðbættur með kryddi úr fönki, blús og jafnvel einhvers konar alþýðu- eða sveitatónlist. Nafnið Hjal vísar í samtal eða að tala saman og er það lýsandi fyrir tónlist kvartettsins,“ segir í tilkynningu. Ásamt þeim Alberti og Jóni koma fram Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Helge Haahr á trommur. Miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is.