Undirritun samninga fór fram á fjárfestahátíðinni Norðanátt á Siglufirði.
Undirritun samninga fór fram á fjárfestahátíðinni Norðanátt á Siglufirði.
Líftæknifyrirtækið Mýsköpun ehf hefur lokið um 100 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem leidd er af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Aðrir fjárfestar eru Upphaf – fjárfestingasjóður KEA, Jón Ingi Hinriksson ehf

Líftæknifyrirtækið Mýsköpun ehf hefur lokið um 100 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem leidd er af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Aðrir fjárfestar eru Upphaf – fjárfestingasjóður KEA, Jón Ingi Hinriksson ehf. í Mývatnssveit, Jarðböðin og Fjárfestingafélag Þingeyinga. Mýsköpun ehf., sem stofnað var af hópi heimamanna í Mývatnssveit, hefur um nokkurra ára skeið unnið að ýmsum rannsóknum á þörungum t.d. með því að einangra, greina og ákvarða ræktunarskilyrði örþörunga úr Mývatni, með framleiðslu og sölu í huga. Félagið stefnir að framleiðslu á tveimur mismunandi þörungum; spirulina og chlorella. Nánar er fjallað um málið á mbl.is.