Mjólkurvörur Lágmarksverð á mjólk til bænda hækkar.
Mjólkurvörur Lágmarksverð á mjólk til bænda hækkar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lágmarksverð á mjólkurlítra til bænda hækkaði um mánaðamótin um 4,33%, úr 119,77 krónum í 124,96 krónur, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Þá hækkar heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur almennt um 3,60% hinn 12

Lágmarksverð á mjólkurlítra til bænda hækkaði um mánaðamótin um 4,33%, úr 119,77 krónum í 124,96 krónur, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.

Þá hækkar heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur almennt um 3,60% hinn 12. apríl.

Í tilkynningu frá verðlagsnefndinni segir að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í desember 2022. Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2023 hafi gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 4,33%. Á sama tímabili hafi vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,74% og sé þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.

Mjólkurverð hækkaði síðast um 2,38% um áramótin og þar áður um 4,56% í september.