Litblind Aldís Ívarsdóttir.
Litblind Aldís Ívarsdóttir.
Lit-blinda nefnist sýning sem Aldís Ívarsdóttir opnar í Gallerí Göngum í dag, miðvikudag, milli kl 17 og 19. „Aldís stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur jafnframt sótt námskeið í myndlist og grafískri hönnun,“…

Lit-blinda nefnist sýning sem Aldís Ívarsdóttir opnar í Gallerí Göngum í dag, miðvikudag, milli kl 17 og 19. „Aldís stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur jafnframt sótt námskeið í myndlist og grafískri hönnun,“ segir í tilkynningu frá sýningastað. Þar kemur fram að Aldís hafi í náminu heillast af Kristjáni Davíðssyni listmálara sem varð henni fyrirmynd. „Hún gat þó ekki sinnt listsköpun sinni sem skyldi vegna veikinda í fjölskyldu og anna heima fyrir vegna ungra barna. Fyrir nokkrum árum hægðist um svo að hún gat farið að mála af fullri alvöru. Aldís er litblind og í upphafi vildi hún ekki að fólk vissi af því. En í dag lítur hún á það sem sérstakan karakter í sínum verkum, sem vissulega stýrir hennar litavali, sem oftast eru sterkir og stundum skærir litir.“

Aldís á að baki nokkrar einkasýningar hér heima og erlendis ásamt því að hafa tekið þátt í samsýningu á vegum Sambands íslenskra myndlistamanna (SÍM) þar sem hún er félagi.